Varðandi húsnæðismál fyrir vímuefnasjúklinga á Íslandi

Ég hef verið að fylgjast með fréttum varðandi þetta mál í einhvern tíma. Kom það mér á óvart að ekki hefði verið samið við SÁÁ um umsjá á húsnæði fyrir vímuefnasjúklinga, en í staðin samið við Heilsuverndarstöðina/alhjúkrun. Það er svo skrítið að borgin skyld hafa samið við þann aðila sem um er rætt. Hvernig stendur á því að þeir velji þann kost sem er fjórfalt dýrari og hefur enga reynslu varðandi mál þau er snúa að húsnæðisvanda vímuefnasjúklinga á Íslandi. Mér finnst einfaldega að það ætti að semja við aðila sem hefur mikla reynslu og nýtur trausts meða almennings í slíkum málum er varða vímefnasjúklinga á Íslandi. SÁÁ hefur marga ára reynslu í því að enduhæfa vímuefnasjúkling og skila þeim aftur útí þjóðfélagið. Hafa þeir einnig reynslu í að útvega húsnæði eftir meðferð fyrir vímuefnasjúklinga. En ég skil það að vissu leyti að borgin hafi samið við heilsuverndarstöðina vegna þess að þeir voru með húsnæði tilbúið. En nú þegar sú er ekki raunin. Hvað skal gera? Þá spyr maður sig, ef að SÁÁ sé ekki með húsnæði tilbúið nú þegar og smá tími sé í þann kost, af hverju sé ekki hægt að útvega bráðabyrgðar húsnæði á vegum borgarinnar með aðstoð SÁÁ. Þar til SÁÁ sé komið með húsnæði til að geta séð um þetta alfarið fyrir Reykjavíkur borg og aðstoða vímuefnasjúklinga eins og þeir gera best.

mbl.is Vímuefnasjúklingar á götunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband